Í kennsluskrá Háskóla Íslands má finna upplýsingar um allar námsleiðir og öll námskeið sem í boði eru við skólann. Smelltu hér til að nálgast leiðbeiningar um leit í kennsluskrá.

Gerð er grein fyrir hverri námsleið með yfirliti um námskeið og skiptingu þeirra á misseri og námsár. Lýsingum einstakra námskeiða má fletta upp, bæði á íslensku og ensku, auk annarra ítarupplýsinga.

Á undirsíðum kennsluskrár og í köflum fræðasviða og deilda er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar sem snerta umsóknir, skráningu, nám og próf, svo og þjónustu við nemendur, réttindi þeirra og skyldur.

Kennsluskrá Háskóla Íslands 2024–2025 er unnin samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu í janúar 2024 um kennslu, námsframboð og annað er varðar starfrækslu Háskólans háskólaárið 2024–2025. Kennsluskráin er því birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.

Ábendingar eða fyrirspurnir um efni kennsluskrár má senda á netfangið kennsluskra (hjá) hi.is.

 
 Sama síða á öðrum árum