HJÚ127G Hjúkrunarfræði og starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í hvað felst í því að vera hjúkrunarfræðingur ásamt  þeirri þekkingu sem hjúkrunarstarfið byggir á. Jafnframt að nemandi öðlist innsæi í margbreytileika manneskjunnar og áhrif heilsu og sjúkdóma á líðan hennar og aðstæður. Nemendur kynnast hjúkrun sem fræðigrein og sem starfsgrein með áherslu á gagnrýna hugsun, megineinkenni vísindalegrar hugsunar, gildi og grunnhugtök hjúkrunarfræðinnar og hlutverk hjúkrunarfræðinga. Sérstaklega verður fjallað um geðvernd sem eina af megin undirstöðum hjúkrunar. Fjallað verður um hugtök sem tengjast tilgangi og aðferðum geðverndar og geðræktar í hópum. Umfjöllunin verður tengd við gagnreyndar aðferðir sem stuðla að farsælli úrvinnslu lífsbreytinganna, efla þrautseigju og vellíðan. Sjónum verður sérstaklega beint að daglegum lifnaðarháttum einstaklinga og hópa í nútíma samfélagi. Enn fremur  verður fjallað um ofbeldi í samfélögum með áherslu á afleiðingar ofbeldis á heilsu og hvernig áhættuþættir og afleiðingar ofbeldis mótast af menningu, kyni og æviskeiði þolenda og gerenda.

Hæfniviðmið:

Þekking

Við lok námskeiðs býr nemandi yfir þekkingu innan hjúkrunarfræð Have insight into the experiences of those who struggle with mental health problemsinnar sem felst í því að nemandi:

  • Þekki grunngildi hjúkrunarstarfsins
  • Þekki muninn á vísindalegri aðferð og hversdagslegri skoðanamyndun
  • Þekki og geti lýst meginhugtökum og meginaðferðum geðverndar
  • Þekki þætti sem einkenna hjúkrun sem fræðigrein
  • Þekki siðareglur hjúkrunarfræðinga
  • Þekki helst afleiðingar ofbeldis á heilsu

Hæfni

Við lok námskeiðs getur nemandi beitt aðferðum og verklagi fræðigreinar sem felst í því að nemandi:

  • Geri sér grein fyrir mikilvægi fagmennsku í hjúkrunarstarfi
  • Skilji mikilvægi þess að viðhalda og bæta við þekkingu í starfi
  • Hafi innsæi í reynslu þeirra sem glíma við geðvanda

Leikni

Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi sem felst í því að nemandi:

  • Geti beitt gagnrýninni hugsun í umræðum við samnemendur og kennara
  • Geti beitt einföldum aðferðum geðræktar og geðverndar
Umsjón:
Umsjónarkennari
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Aðalheiður Dagmar Mathiesen Matthíasdóttir
 Nánar

Kennari
Guðríður Ringsted
 Nánar

Kennari
Kristín Björnsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman
Stundakennari
 Nánar

Kennari
Rúnar Vilhjálmsson
Prófessor
 Nánar

Kennari
Sigríður Gunnarsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Þórey Rósa Einarsdóttir
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:

Bókalisti er óstaðfestur Bókalisti er óstaðfestur

 Lesefni  Bob Price: Critical Thinking & Writing in Nursing, Learning Matters, Sage Publications 2021.
Annað lesefni: