Talmeinafræði, forkröfur, Undirbúningsnám, 75 einingar

Aðgangskröfur:

A.m.k. 120 einingar til BA/BS/BEd-prófs. Námskeið í undirbúningsnáminu geta gilt sem hluti BA/BS/BEd-prófs að einhverju eða öllu leyti skv. reglum viðkomandi deildar.

Tilhögun náms:
Fullt nám.
Staðnámsleið
Námskröfur:
Aðgangur að frekara námi:
Meistaranám í talmeinafræði (Ath. fjöldatakmörkun: 15 nemendur teknir inn í meistaranámið annað hvert ár.)
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við.
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Undirbúningsnámi þessu er ætlað að gera nemendum sem hyggja á meistaranám í talmeinafræði við HÍ kleift að uppfylla þær faglegu forkröfur sem gerðar eru.

Haustið 2010 hófst kennsla í talmeinafræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Nemendur verða að hafa lokið grunnháskólagráðu (BA/BS/BEd) áður en eiginlegt meistaranám í talmeinafræði hefst. Auk þess eru gerðar forkröfur um tiltekin námskeið í íslenskri málfræði og sálfræði. 

Einungis eru teknir inn 15 nemendur í meistaranám í talmeinafræði annað hvert ár. Námið tekur tvö ár og lýkur með meistaragráðu. Að því loknu geta nemendur sótt um starfsleyfi til landlæknis.

Forkröfur til að geta hafið meistaranám í talmeinafræði við HÍ

Inntökuskilyrði í meistaranámið eru BA/BS/BEd-próf með fyrstu einkunn. Nemendur skulu einnig hafa lokið eftirtöldum námskeiðum eða öðrum sambærilegum*, áður en eiginlegt nám í talmeinafræði hefst.


Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) - 40 einingar (sjá hér að neðan)
Hugsanlegt er að fá önnur málfræðinámskeið metin í stað neðangreindra námskeiða og verður það metið sérstaklega hverju sinni.

Sálfræði - 35 einingar (sjá hér að neðan)
Hugsanlegt er að fá önnur sambærileg námskeið metin í stað neðangreindra námskeiða og verður það metið sérstaklega hverju sinni.

Annað grunnnám
Önnur sambærileg grunnnámskeið sem nemendur kynnu að hafa í upphafi náms verða metin sérstaklega, t.d. ef nemandi hefur lokið grunnnámi í talmeinafræði við erlendan háskóla.

*Námskeið sem teljast sambærileg forkröfunámskeiðunum