HMM201F Menningarminjar, söfn og sýningar

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur

Rætt er um ólíkar leiðir til að setja fram efni á sýningum. Skoðaðar eru ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á.

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og umræðum.

Hæfniviðmið:

Þekking og skilningur

Nemandi
- býr yfir þekkingu á undirstöðuatriðum, kenningum og hugtökum sem tengjast safnastarfi og sýningagerð og getur fjallað um þau á gagnrýninn hátt.
- er kunnugur ólíkum sjónarmiðum, aðferðum og hugmyndum er varða rannsóknir í tengslum við sýningar á söfnum.
- skilur hvað er vönduð og viðurkennd miðlun hjá söfnum.
- þekkir til hugmynda um miðlun til ólíkra markhópa.
- getur fjallað um sýningar og greint grunnatriði þeirra (framsetning, miðlunarleiðir, meðferð texta og mynda).

Tegund þekkingar

Nemandi
- hefur tileinkað sér þekkingu sína á safnastarfi, með þátttöku í umræðum í tímum, í undirbúningsvinnu og uppsetningu sýningar.

Hagnýt hæfni

Nemandi
- getur miðlað menningarefni á fjölbreyttan hátt, svo sem með myndrænni framsetningu, uppstillingum og hönnuðu efni og skrifuðum sýningartexta.
- getur komið menningarefni á framfæri með samspili ólíkra miðla og samtvinnað efni í margmiðlun.

Fræðileg færni

Nemandi
- getur skilgreint flókin viðfangsefni, sett sér greinargóð markmið, gert skýra verkáætlun og fylgt henni.
- getur nýtt sér gagnrýni á verk sín og unnið úr athugasemdum af skynsemi.

Hæfni til samskipta

Nemandi
- getur skipulagt vinnu sína vel og staðist tímaáætlanir.
- getur leyst verkefni á árangursríkan hátt í samstarfi við aðra.
- geti gert grein fyrir niðurstöðum verkefna munnlega og skriflega.

Almenn námshæfni

Nemandi
- sýnir í verkefnum sínum sjálfstæði, víðsýni og frumleika í hugsun.

Umsjón:
Umsjónarkennari
Guðbrandur Benediktsson
 Nánar

Umsjónarkennari
Helga Maureen Gylfadóttir

Umsjónarkennari
Íris Gyða Guðbjargardóttir

Umsjónarmaður
Sumarliði R Ísleifsson
Dósent
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Æskileg undirstaða  HMM101F Miðlunarleiðir
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun, MA (90 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Norðurlandafræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Listfræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Hagnýt menningarmiðlun, MA (90 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Hagnýt menningarmiðlun, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Stafræn miðlun og nýsköpun, Viðbótardiplóma (60 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Upplýsingafræði, MIS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Upplýsingahegðun: Skipulagning, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, MIS)
Safnafræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Hagnýt menningarmiðlun, MA (90 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Menningarmiðlun, MA (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Hagnýt menningarmiðlun, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Óháð námsári, Vor)