Ritgerðasmíð og lokaverkefni

Ritver Háskóla Íslands er með tvær starfsstöðvar, í bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu (Landsbókasafni). Ritverinu er ætlað að vera miðstöð þekkingar, þjónustu og rannsókna hvað varðar fræðileg skrif, bæði fyrir stúdenta og kennara. Ritverið skipuleggur fræðslufundi og námskeið um ýmsa þætti fræðilegra skrifa. Þar geta nemendur einnig óskað eftir einstaklingsbundinni ráðgjöf varðandi ritun lokaverkefna. Á vef ritversins, https://ritver.hi.is/is, er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að vísa og vitna til heimilda, hvernig skuli skrá niður heimildir, raða heimildum niður í heimildaskrá o.fl. Starfsemi ritversins er hluti af stoðþjónustu skólans við þá stúdenta sem vinna að lokaverkefnum.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, hefur samið leiðbeiningar um ritun námsritgerða, Ritgerðasmíð, sjá https://issuu.com/eirikurr/docs/ritun2012.

Reglur og leiðbeiningar einstakra deilda um lokaverkefni og ritgerðir er að finna í Uglu, undir Námsupplýsingar.

Hér er einnig rétt að benda á umfjöllun um meðferð heimilda í ritsmíðum og viðmið um ráðvendni og heiðarleg vinnubrögð í námi, í kaflanum Réttindi og skyldur í kennsluskrá.

 Sama síða á öðrum árum