Alþjóðasvið Háskóla Íslands annast formleg samskipti Háskólans við erlendar menntastofnanir og veitir stúdentum, kennurum og deildum Háskólans ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. Sviðið hefur umsjón með skiptinámi við erlenda samstarfsskóla, bæði fyrir nemendur sem halda utan í skiptinám og erlenda skiptinema sem hingað koma. Sviðið veitir einnig upplýsingar og þjónustu vegna kennara- og starfsmannaskipta, auk styttri heimsókna og þátttöku í alþjóðavikum á vegum erlendra samstarfsskóla. Þá er alþjóðasvið miðstöð þjónustu við erlenda starfsmenn, í samvinnu við mannauðssvið, og veitir upplýsingar og þjónustu vegna móttöku erlendra gesta skólans.

 Sama síða á öðrum árum