Háskóli Íslands brautskráir stúdenta með formlegum hætti þrisvar á ári, í júní, október og febrúar. Eingöngu þeir stúdentar sem ljúka námi til prófgráðu taka þátt í brautskráningarathöfn.1 

Stúdentar sem hyggjast brautskrást skulu tilgreina brautskráningarmánuð tímanlega fyrir áætlaða brautskráningu. Þetta er hægt að gera í Uglu, í tengslum við endurskoðun námskeiðaskráninga, haust og vor. Stúdentum ber að kynna sér reglur og tímamörk deildar sinnar um skil á ritgerð/lokaverkefni og jafnframt að staðfesta áform um brautskráningu.

Í síðasta lagi föstudag þremur vikum fyrir brautskráningardag verða öll gögn, einkunnir, ritgerðarheiti og athugasemdir að hafa borist Nemendaskrá frá skrifstofu deildar eða fræðasviðs. Berist gögn eftir þann tíma mun brautskráning viðkomandi stúdents frestast til næstu brautskráningar.

Stúdentum er sérstaklega bent á að tveimur vikum fyrir áætlaðan brautskráningardag skulu þeir vera í skilum við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, ella eiga þeir á hættu að verða ekki brautskráðir á þeim degi.

1Þeir sem ljúka námi til diplómaprófs á grunnstigi (grunndiplómu) eða viðbótardiplómu á meistarastigi taka ekki þátt í brautskráningarathöfn.

 Sama síða á öðrum árum