Skipulag náms við Háskóla Íslands byggir á því að stúdentar séu skrásettir til náms og hafi greitt skrásetningargjald. Öllum nemendum háskólans er skylt að skrá sig í námskeið fyrir hvert ár og kennslumisseri. Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf að námskeiði loknu, óháð því hvernig námsmati er háttað.

Hver stúdent ber þannig ábyrgð á námi sínu. Mikilvægt er því að hver og einn gæti vel að skráningu sinni í námskeið á auglýstum skráningartímabilum og árlegri greiðslu skrásetningargjalds. Nánari upplýsingar um þessi atriði er að finna á undirsíðum þessa kafla og í  48. grein og 49. grein reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

 Sama síða á öðrum árum