Um umsýslugjald vegna umsækjenda utan EES

Umsækjendur með ríkisfang utan EES (að undanskildum Færeyjum og Grænlandi) þurfa að greiða sérstakt umsýslu- og afgreiðslugjald* að upphæð kr. 8.000. Gjaldið er innheimt um leið og sótt er um nám í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Háskóla Íslands. Eingöngu er hægt að greiða gjaldið með kreditkorti, VISA eða Mastercard. Greiðsla gjaldsins er forsenda þess að umsækjandi geti sent inn umsókn og að hún verði tekin til meðferðar.

ATHUGIÐ: Umsýslu- og afgreiðslugjaldið fæst EKKI endurgreitt undir neinum kringumstæðum.

*Umsýslu- og afgreiðslugjald vegna umsókna nemenda með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins, að undanskildum Færeyjum og Grænlandi, er innheimt samkvæmt heimild í g-lið 24. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (breytt 1. júlí 2013). Samkvæmt samþykkt háskólaráðs Háskóla Íslands 6. mars 2014 hefur gjaldið veri fellt inn í Gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl.

 Sama síða á öðrum árum