Leiðbeiningar um leit í kennsluskrá

Þrjár leitaraðgerðir eru í boði, Námskeiðaleit, Námsleiðaleit og Textaleit.


Leitarhnapparnir

Leitaraðgerðir í kennsluskráAllar leitaraðgerðirnar eru alltaf aðgengilegar hægra megin í titilröndinni, eins og myndin sýnir.

  • Smellt er á hnappinn Námskeiðaleit til að leita að námskeiðum eftir mismunandi forsendum.
  • Smellt er á hnappinn Námsleiðaleit ef leita á að tiltekinni námsleið, t.d. læknisfræði, eða hópi námsleiða sem uppfylla ákveðin skilyrði.
  • Smellt er á hnappinn Textaleit ef leita á eftir tilteknu orði eða orðasambandi í texta kennsluskrár.
  • Í öllum tilvikum opnast sérstakt leitarviðmót.

Námskeiðaleit

Með námskeiðaleitinni er hægt að leita að námskeiðum sem birt eru í kennsluskrá, eftir námskeiðsnúmeri, heiti eða námskeiðslýsingu.

  • Hægt er að takmarka leitina við tiltekið fræðasvið, ákveðna deild eða þverfæðilegt framhaldsnám.
  • Ef gera á leitina markvissari má takmarka hana enn frekar við ákveðið kennslumisseri, tiltekna námskeiðtegund eða tiltekna námsleið.
  • Hægt er að binda leitina við ákveðið kennslutungumál, t.d. ef leita á að námskeiðum sem kennd eru á ensku.
  • Liðina „Grunnnám“, „Framhaldsnám“ og „Grunn- og framhaldsnám“ má nota sem síur þegar námsstig námskeiða í leitarniðurstöðum skipti máli. 
  • Ef hakað er við liðinn „Aðeins fjarnámskeið“ birtast eingöngu námskeið sem sérstaklega eru auðkennd í kennsluskrá sem fjarnám.
  • Ef hakað er við liðinn „Aðeins kennd námskeið“ birtast eingöngu námskeið sem kennd eru á viðkomandi kennslumisseri (merkt sem „kennd“ í kennsluskrá). 
  • Valmöguleikarnir undir Nánari leitarskilyrði, „Sýna kennara“ o.s.frv., eru notaðir ef birta á nánari upplýsingar um hvert námskeið í niðurstöðum leitar. Hægt er velja um að birta nöfn kennara, námskeiðslýsingar, upplýsingar um forkröfur og námsmat, hæfniviðmið, kennslubækur og fjölda skráðra nemenda.

Námsleiðaleit

Með námsleiðaleitinni er hægt að leita að námsleiðum sem birtar eru í kennsluskrá, t.d. eftir heiti, númeri eða námsstigi.

  • Hægt er að takmarka leitina við tiltekið fræðasvið, ákveðna deild eða þverfæðilegt framhaldsnám.
  • Ef gera á leitina markvissari má takmarka hana enn frekar við ákveðið námsstig, tiltekna prófgráðu/lokapróf eða ákveðinn einingafjölda.
  • Undir Nánari leitarskilyrði er hægt að velja að birta ýmsar nánari upplýsingar um hverja námsleið í niðurstöðum leitar. Meðal annars er hægt að velja um að birta upplýsingar um kennslutungumál, námsstig, aðgangskröfur, námskröfur eða hæfniviðmið.

Textaleit

Með textaleitinni er hægt að leita að orði eða orðasambandi í texta kennsluskrár, hvort heldur er á íslensku eða ensku.

  • Sjálfkrafa er leitað í textasíðum í veftré kennsluskrár, en einnig í upplýsingum um einstök námskeið og námsleiðir.
  • Yfirlitið sem birtist gefur til kynna hvort leitarorðið fannst í efni eða titli textasíðu, námskeiðsheiti eða námskeiðslýsingu; lýsingu námsleiðar, heiti námsleiðar eða í texta hæfniviðmiða. 
  • Athugið að vegna margbreytilegra beygingarmynda orða í íslensku getur borgað sig að slá aðeins inn hluta (eða stofn) leitarorðs. Dæmi: Leitarorðið „fólksflutning“ birtir t.d. mun fleiri niðurstöður en ef orðmyndin væri „fólksflutningar“. Sama gildir um lýsingarorð eins og „hnattrænn“. Til að leitarniðurstöðurnar endurspegli allar beygingarmyndir þess orðs sem fyrirfinnast í kennsluskránni þarf að slá inn „hnattræn“ sem leitarorð.

Dæmi um niðurstöður textaleitar

 Sama síða á öðrum árum